Tindastóll áfram í Subway-bikarnum eftir sigur á Laugdælingum

Lið Tindastóls hitti fyrir spræka Laugdælinga nú á laugardaginn en þá mættust liðin í Subway-bikarnum. Stólarnir voru kannski alveg upp á sitt besta enda höfðu þeir spilað erfiðan leik gegn ÍR kvöldið áður en heimamenn voru sprækir sem lækir á upphafsmínútunum. Þegar upp var staðið höfðu Stólar þó öruggan sigur, 72-88.

Í frétt á Karfan.is segir frá því að Laugdælir skoruðu fyrstu stigin ákafir í að sýna getu sína. Stólarnir nýttu bilun í leikklukku í stöðunni 15-15 til að endurskipuleggja leik sinn og tóku leikinn í sínar hendur eftir það. Munurinn varð þó aldrei meiri en 26 stig í leiknum en ákafi heimamanna skilaði þeim góðum lokaspretti.

Í liði Tindastóls var Svavar Birgisson að venju öflugur með 20 stig og fimm fráköst. Helgi Rafn Viggósson gerði 18 stig og var fyrirferðamikill undir körfunni með fimm sóknarfráköst og 13 varnarfráköst. Þá setti Friðrik Hreinsson setti niður 12 stig. Erlendir leikmenn Tindastóls hvíldu í leiknum en þeir eiga báðir í meiðslum.

oli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir