Tindastóll áfram í bikarkeppni drengjaflokks
Tindastóll sigraði Njarðvíkinga nokkuð örugglega í Síkinu í kvöld í Bikarkeppni KKÍ. Lokatölur urðu 53-50 eftir að Tindastóll leiddi í hálfleik 29-22.
Reynald Hjaltason átti góðan leik og varð stigahæstur með 16 stig auk þess að taka 10 fráköst. Einar Bjarni Einarsson skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Pálmi Geir Jónsson setti 8 stig og hirti 10 fráköst, Þorbergur Ólafsson skoraði 8 stig og sendi fjórar stoðsendingar, Loftur Páll Eiríksson var með 4 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og þeir Yngvi Rafn Ingvarsson og B. Guðmundsson settu 2 stig hvor.
Tindastóll tók samtals 44 fráköst í leiknum en Njarðvíkingar aðeins 24 og ljóst að þegar uppi er staðið skiptir það gríðarlegu miklu máli. Tindastóll var með 44% nýtingu í tveggja stiga skotum og nýtti 5 af 19 þriggja stiga skotum sem er um 26% nýting.
Annars má sjá tölfræði leiksins HÉR.
Strákarnir eru því komnri áfram í bikarkeppninni og verður senn dregið í næstu umferð
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.