Tilraun gerð með opnun þrektækjasalarins á Hvammstanga

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Mynd: hunathing.is.
Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Mynd: hunathing.is.

Þrektækjasalurinn í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra opnaði á ný sl. fötudag eftir Covid-19 lokun. Fyrirkomulagið verður með breyttu sniði vegna krafna Landlæknisembættisins um fjöldatakmarkanir, tveggja metra regluna og sóttvarnir. Þannig verður opið í lotum í eina og hálfa klukkustund og svo lokað í 30 mínútur á milli vegna þrifa.

Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að í hverri lotu er hámarksfjöldi í þrektækjasalnum fimm einstaklingar sem skulu virða tveggja metra regluna. Verða þeir að þrífa sjálfir og sótthreinsa öll tæki og búnað eftir hverja snertingu.

Búningsklefar verða opnir ræktargestum svo framarlega sem heildarfjöldi í búningsklefum sé innan leyfilegra marka. Mælt er með því að hringja og panta tíma fyrirfram í síma 451 2532 til að tryggja sér pláss.

„Nú er ráð að standa saman og fylgja þessum fyrirmælum. Pössum upp á metrana tvo. Verum dugleg og samviskusöm við bæði þrifin og sótthreinsun allra tækja og búnaðar svo hægt sé að halda þrektækjasalnum opnum,“ segir í færslu á hunathing.is en þar er einnig hægt að sjá tímaplan fyrir þrektækjasalinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir