Tillaga um greiðslur í sáttmálasjóð felld
Tillaga frá fulltrúum sjálfstæðisflokks þess efnis að sveitastjórn Skagafjarðar feli byggðaráði að leita leiða til þess að greiðslur verði inntar að hendi til Sáttmálasjóðs var felld á síðasta fundi sveitarstjórnar með fimm atkvæðum meirihluta gegn fjórum atkvæðum minnihluta.
Í tillögu sjálfstæðismanna var farið fram á að finna leiðir til þess að hægt yrði að greiða til samningsins hlut sveitarfélasgsins út samningstímann. Sagði jafnframt í tillögu þeirra að sáttmáli til sóknar í skólamálum væri skólum og skólastarfi í héraðinu mikils virði.
Sáttmáli til sóknar var gerður milli sveitarfélagsins og Kaupfélags Skagafjarðar í september 2006 og átti að ná til næstu fjögurra fjárhagsára. Til verkefnisins ætluðu aðilar að verja eitt hundrað milljónum króna sem skiptast átti í jöfn framlög á fjögurra ára tímabil (skólaár) eða kr. 25.000.000 – tuttugu og fimm milljónir króna – árlega.
Er árlegt framlag samstæðufyrirtækja Kaupfélags Skagfirðinga til átaksins sautján milljónir og fimm hundruð þúsund krónur á móti skyldi koma árlegt mótframlag sveitarfélagsins upp á sjö milljónir og fimm hundruð þúsund krónur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.