Tilkynning frá lögreglunni á Sauðárkróki

logreglan Lögreglan á Sauðárkróki vill koma á framfæri við ökumenn að gæta ítrustu varúðar vegna mikillar ísingar á vegum í sýslunni.  Tvö umferðarslys hafa orðið á jafn mörgum dögum í Skagafirði sem beinlínis má rekja til slæmra akstursskilyrða.  Eins hafa orðið nokkur minniháttar umferðaróhöpp innanbæjar á Sauðárkróki þar sem ísing á vegi átti hlut að máli.

Er rétt að benda á að þó svo að ísing eða hálka sé að mestu tekin upp geta ennþá verið eftir „pollar“ þar sem ísing eða hálka leynist. Geta þessir staðir reynst ökumönnum erfiðir og þurfa þeir því að halda vöku sinni.

Vill lögreglan á Sauðárkróki senda ökumönnum góðar kveðjur með von um farsæla heimkomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir