Þrjár nýjar Stólastúlkur
Feykir hefur sagt frá því að í ljósi þess að það kvarnaðist úr kvennaliði Tindastóls þá var stefnt að því að styrkja liðið fyrir síðari umferðina í Lengjudeildinni. Nú í vikulokin höfðu þrjár stúlkur félagaskipti yfir í lið Tindastóls og verða þær klárar í slaginn á morgun þegar Afturelding kemur í heimsókn á Krókinn.
Þetta eru þær Agnes Birta Stefánsdóttir, miðjumaður frá Þór/KA, Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, kantmaður/sóknarmaður sem sömuleiðis kemur að láni frá Þór/KA og loks Lára Mist Baldursdóttir, miðjumaður úr Stjörnunni.
Allar koma þær frá liðum í efstu deild kvenna en hafa ekki fengið að spila mikið með liðum sínum í sumar. Þær munu styrkja hópinn og auka breiddina hjá liði Tindastóls eftir að Hallgerður, Lara Margrét og Anna Margrét héldu í nám til Bandaríkjanna nú í lok júlí.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.