Þrír sluppu með minniháttar meiðsli
feykir.is
Skagafjörður
14.12.2009
kl. 14.31
Upp úr kl. 14 í dag varð umferðarslys við Varmahlíð þegar bíll ók út af veginum og valt ofan í skurð. Þrennt fullorðið fólk var í bílnum og sluppu allir með minniháttar meiðsli en voru fluttir á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki til aðhlynningar.
Er þetta þrettánda bílslysið í Skagafirði í desember og mun menn vart aðra eins slysahrinu á svæðinu. Flest ef ekki öll slysin má rekja til ísingar á vegum sem virðist koma bílstjórum í opna skjöldu. Lofthiti er oft yfir frostmarki og virðist það villa um fyrir bílstjórum.
Það er ástæða til þess að hvetja vegfarendur til að fara varlega í þessari tíð því vegir út um allan fjörð eru flughálir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.