Þrír eldislaxar hafa fundist í Húseyjarkvíslinni

Húseyjarkvíslin hlykkjast lágstemmd framhjá Varmahlíð í Skagafirði. MYND: ÓAB
Húseyjarkvíslin hlykkjast lágstemmd framhjá Varmahlíð í Skagafirði. MYND: ÓAB

Feykir sagði frá því skömmu fyrir helgi að enn hefði ekki fundist eldislax í Staðará og Húseyjarkvísl í Skagafirði en vitað var til þess að einn eldislax hefði fundist í Hjaltadalsá. Nú er komin önnur vika og samkvæmt upplýsingum Valgarðs Ragnarssonar, sem er æðstráðandi í Kvíslinni, þá hafa þrír eldislaxar nú fundist í Húseyjarkvislinni.

Miðað við fréttir síðustu daga er allt morandi í eldislaxi fyrir Norðurlandi. Þannig var sagt frá því í Sporðaköstum á mbl.is að níu eldislaxar hafi verið háfaðir úr laxastiganum í Blöndu í hádeginu í gær og því hafi hátt í 30 eldislaxar verið háfaðir þar á einni viku.

„Það er ógern­ing­ur að vita hversu marg­ir lax­ar eru þegar gengn­ir í laxveiðiárn­ar og enn síður hægt að meta hvað er í haf­inu fyr­ir utan Vest­an­vert landið,“ segir í frétt Sporðakasta.

Á Veiðistaðavefnum segir: „Húseyjarkvísl, með sitt 12 km langa silungasvæði, hefur fest sig í sessi sem ein af bestu og gjöfulustu sjóbirtingsám landsins, og eru boltarnir sem koma á agn veiðimanna ár hvert fjölmargir. Helst er Húseyjarkvíslin þekkt sem sjóbirtingsá, en þar veiðast einnig fallegir laxar, urriði og bleikja. Meðalveiði síðstu ára er um 650 silungar sem telst allgott“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir