Þrettándagleði Þyts

thytur-2 Á Hvammstanga verður haldin í dag þrettándagleði í boði Hestamannafélagsins Þyts . Blysför verður farin frá Pakkhúsi KVH kl. 18:00.

Björgunarsveitin Húnar verða með kyndla og stjörnuljós til sölu áður en gangan hefst en þar munu álfakóngur, álfadrottning og hirðmeyjar leiða gönguna en gengið verður fram hjá sjúkrahúsinu, dvalarheimilinu og að reiðhöll félagsins. Jólasveinar, Grýla og Leppalúði verða með í för og láta gamminn geysa en söngur, leikir, gleði og gaman verður einkennisorð þrettándagleðinnar.

Eins og áður verða kakó, kaffi og vöfflur til sölu.

 -Vonumst til að sjá sem flesta hvort sem það er gangandi eða á hestum, segir Þytsfólkið og bæta við að íbúar eru vinsamlegast beðnir að skjóta EKKI upp flugeldum á meðan blysför stendur þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum og mikið verður um börn á hestbaki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir