Þráinn verður keppandi Íslands í Bocuse d'Or 2011
Bocuse d’Or akademían á Íslandi hefur valið Króksarann Þráinn Frey Vigfússon, aðstoðaryfirmatreiðslumann á Grillinu, sem næsta keppanda fyrir hönd Íslands í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or sem fram fer í Lyon í Frakklandi í janúar 2011. Þráinn etur þar kappi við 24 efnilegustu matreiðslumenn heims.
Þráinn Freyr hefur áður hlotið titilinn Matreiðslumaður ársins. Framundan eru strangar æfingar undir handleiðslu Hákonar Más Örvarssonar, en hann hreppti sjálfur þriðja sætið í Bocuse d'Or árið 2001.
Fram kemur í frétt á mbl.is að í keppninni nota allir sama hráefni í bæði kjöt og fiskirétt, sem þeir þurfa síðan að bera á borð fyrir dómara keppninnar. Keppnin sjálf tekur tvo daga og keppa tólf af tuttugu og fjórum keppendum hvorn daginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.