Þjónustukort Byggðastofnunar tilvalinn leiðarvísir fyrir sumarfríið

Hér sýnir þjónustukortið yfirlit yfir hleðslustöðvar á landinu.
Hér sýnir þjónustukortið yfirlit yfir hleðslustöðvar á landinu.

Ef ferðalög er framundan í sumar er Þjónustukort Byggðastofnunar tilvalinn staður til að verða sér úti um upplýsingar um hvar fjölbreytta þjónustu er að finna á landinu öllu.

Í kortinu eru allar þær upplýsingar á einum og sama staðnum um þá þjónustuþætti sem þú þarft til að fara í vel heppnað sumarfrí innanlands. 

,,Finna má upplýsingar um þætti líkt og hleðslu- og bensínstöðvar á landinu, sundlaugar, tjaldsvæði, hótel, söfn og sýningar, veitingastaði, dagvöruverslanir, apótek og margt fleira sem til þarf fyrir vel heppnað ferðalag," segir á vef Byggðastofunar

Anna Lilja Pétursdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, hefur séð um uppfærslur á þjónustukortinu. Hún segir að mikilvægt sé að uppfæra það reglulega svo upplýsingarnar séu hvað réttastar hverju sinni. Hún tekur því við ábendingum á netfangið annalilja@byggdastofnun.is ef einhver kemur auga á eitthvað sem vantar.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir