Þjóðbúningamessa á Staðarbakka
feykir.is
Uncategorized, Vestur-Húnavatnssýsla
18.06.2010
kl. 09.44
Þjóðbúningamessa var haldin á Staðarbakka í gær 17 júní. Messan var jafnframt hestlaus hestamannamessa og er það líklega hestahóstanum að kenna að svo varð.
Sigurbjörg Jóhannesdóttir minntist í ræðu sinni á uppruna dagsins og minningar frá þjóðhátíðartombólu á Hvammstanga.
Eftir messu buðu svo ábúendur upp á þjóðlegar veitingar í sólarblíðunni.
Á meðfylgjandi myndum sjást flestir kirkjugestanna, margir voru í þjóðbúningum, lopapeysan var þó líka áberandi þótt hún næðist ekki á sérstaka mynd.
Flestir náðust á fyrri myndina með fána í baksýn og ef vel er gáð glittir í hestasteininn á sínum stað.
Á seinni myndinni sjást hátíðarbúnir gestir í flottum þjóðbúningum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.