Þessar stofnanir eiga auðveldara með að draga saman seglin
Álfheiður Ingadóttir ráðherra svarar í þessari viku fyrirspurnum Feykis er varða niðurskurð á heilbrigðisstofnanirnar á Sauðárkróki og á Blönduósi. Í svari Álfheiðar kemur m.a. fram að hún telji að þessar stofnanir séu betur í stakk búnar en aðrar að draga saman seglin.
Aðspurði um það hvort reiknilíkan þar sem notað er þegar fjárlög eru ákvörðuð á einstaka stofnanar sé okkar svæði óhagstætt segir Álfheiður m.a. -Ég vil taka fram að það er enginn algildur samanburður til á milli stofnanna því aðstæður á hverjum stað eru ólíkar sökum þess þjónustustigs sem þar er. En ef horft er t.d. á framlag per íbúa á má sjá að á árinu 2008 var Sauðárkrókur að fá yfir 200 þúsund krónur á íbúa, Blönduós 190 per íbúa á meðan Suðurland fékk um 100 þúsund per íbúa og Suðurnes 78 þúsund per íbúa. Það er því ekkert sem bendir til þess að sú fullyrðing sé rétt að þarna sé komið í bakið á þessum byggðum.
Álfheiður var einnig spurð hvort þessi mikli niðurskurður væri refsins til þessara svæða sem mótmæltu sl. vetur harðlega þeim hugmyndum að sameina stofnanirnar á Blönduósi og á Sauðárkróki Akureyri. - Þegar núverandi stjórn tók við afturkallaði Ögmundur Jónasson þessa sameiningarhugmynd í samræmi við óskir heimamanna. Heimamenn sögðust telja sig geta mætt niðurskurðarkröfum á annan hátt en með sameiningu. Stofnanirnar á Blönduósi og Sauðárkróki voru báðar með jákvæða niðurstöðu úr rekstri bæði um síðustu áramót og eins við níu mánaða uppgjör á meðan aðrar stofnanir hafa mátt búa við neikvæðan rekstur árum saman. Sú staðreynd gerir að mínu mati þessum stofnunum auðveldara að draga saman seglin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.