The Wild North og Alþjóðlegi dýraverndunarsjóðurinn taka höndum saman
The Wild North verkefnið, með Selasetur Íslands í fararbroddi, og Alþjóðlegi dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á miklvægi sjálfbærar þróunar náttúrutengdrar ferðaþjónustu á Íslandi.
Samstarfsverkefni aðilanna, sem hefur fengið nafnið Þrjár perlur Norðursins, hefur það að markmiði að auka skilning og þekkingu á villtum spendýrum á Íslandi og hvernig ferðaþjónustan geti umgengist þá auðlind á sjálfbæran hátt. Aðilar verkefnisins munu m.a. vinna sameiginlega að fræðslu til almennings og betri upplýsingagjöf til ferðamanna. Í dag gengu fulltrúar verkefnisins á fund Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Katrínar Júlíusdóttur ráðherra ferðamála og kynntu helstu markmið þess.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.