Það styttist í nýtt ár

dagatolinÞað styttist í afturendann á árinu 2009 og leiða má líkum að því að það styttist óðfluga í nýtt ár sem fær þá væntanlega númerið 2010.  Eða það ætla starfsmenn á Nýprenti rétt að vona því búið er að prenta dagatölin fyrir næsta ár með tölunni 2010.

Að slöppu gamni slepptu þá er nú semsagt unnið við að líma saman dagatöl fyrir nýja árið svo ekki fari milli mála hvernig árið raðast upp. Fyrir þá sem fýla hlaupár þá tilkynnist það hér með að næsta ár er ekki hlaupár og því hausverkur fyrir þá sem eiga afmæli þann 29. febrúar að ákveða sig hvenær halda eigi upp á afmælið. Eða þannig.

oli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir