Það er ekkert betra þegar frost er úti en að fá sér góða súpu

Í Feyki fyrir þremur árum áttu þau Sigfríður Halldórsdóttir kjötiðnaðarmeistari og ráðskona í eldhúsi Varmahlíðarskóla og Kári Gunnarsson kennari og veiðimaður uppskriftir vikunnar. Trúlegt er að Kári hafi borið forréttargæsina í hús en Sigfríður skorið niður gúllasið.

Forréttur
Grafin gæs með berjasósu
Fyrir 6 manns

  • 2 stk gæsabringur (heiðargæs eða grágæs skiptir ekki mál)
  • 1 msk nítritsalt
  • 2 msk borðsalt
  • 1 msk sykur
  • 1 msk timian
  • 2 msk villibráðakrydd
  • 1 msk steinselja
  • 1 tsk svartur pipar
  • 1 tsk rósapipar (mulinn aðeins)

Kryddinu er blandað saman og bringunum velt í því, nota skal allt kryddið.  Sett í form og filmað yfir látið vera í 5 daga í kæli síðan sett á grind og þær látnar þorna inn í kæli í ca 2 daga.  Bringurnar eru sneiddar mjög þunnt og settar á fat og bornar fram með berjasósu.

Berjasósa

  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dl bláberjasulta eða krækiberjasulta
  • Þessu tvennu er hrært  vel saman.

 

Aðalréttur
Ungversk gúllassúpa fyrir 6 manns.


  • 600 gr  kjöt skorið í litla gúllasbita
  • 1 stk    rauðlaukur saxaður
  • 1 tsk    kúmen
  • 2 stk    hvítlauksrif söxuð
  • 2 msk  paprikuduft
  • Salt
  • 1-2 stk gulrætur skornar í bita
  • 2 stk    paprikur rauðar skornar í bita
  • 1 stk    tómatar saxaður
  • 2 stk    sellerístönglar skornir í bita
  • 300 gr  kartöflur skornar í bita
  • Vatn og kjötkraftur eftir smekk.

Steikið kjötið og laukinn í olíu ásamt hvítlauk og kúmeni.  Kryddið með paprikudufti og salti.  Bætið öllu grænmetinu útí og hellið vatni yfir þannig að það fljóti vel yfir kjötið og grænmetið.  Setjið kjötkraft út í eftir smekk.  Sjóðið í 45 mín. til 1 klst.
Upphaflega er þessi uppskrift gerð fyrir nautakjöt en við höfum notað mest folaldakjöt  og einnig hreindýrakjöt og lambakjöt og það er sérlega gott.
Með þessari súpu er gott að bera fram heimabakað brauð.

Brauð

  • 860 gr  hveiti.
  • 20 gr    salt
  • 20 gr    sykur
  • 35 gr    ger
  • 6,5 dl.  vatn
  • ½  dl    olía
  • 130 gr sólblómafræ.

Vatnið er hitað í ca 40°c, sett í hrærivélaskál ásamt salti, sykri, geri og olíu byrjað að hnoða og hveitið sett útí í skömmtum.  Þegar um 1/6 er eftir af hveitinu þá er sólblómafræin sett útí og síðan restin af hveitinu ef þarf eða meira hveiti til viðbótar ef þarf.  Þegar deigið loðir ekki lengur við skálina, þegar vélin er að hnoða, er það til.  Látið standa í skálinni í 30 mín og lyfta sér.  Brauðin formuð, 2 stór eða 4 lítil.  Sett í kaldan ofninn, hann stilltur á 175°c og bakað í 35 mín.

Eftirréttur
Mascaponedesert

  • 250 gr. Macaponeostur
  • 125 gr. sykur
  • 2 stk.   stórar eggjarauður eða 3 litlar.
  • ½ ltr.   þeyttur rjómi.
  • 1 ½ snafs Sambucca.

Macaponeostur, sykur og rauður eru hrærð saman þar til að allir kekkir eru horfnir, sambucca bætt útí og í lokin er þeytta rjómanum hrært varlega saman við.
Kælt aðeins og stráð yfir smá kakódufti.  Borið fram með til dæmis ladyfingers og ferskum jarðaberjum og bláberjum (aðalbláberjum).

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir