Termosinn sem heldur heitu heitu og köldu köldu

Pjetur Torberg Guðmundsson

Pétur Torberg sendir Feyki.is af og til tölvupóst þar sem hann segir frá reynslu sinni á sjó og landi en hann siglir um heimsins höf á Ms Molo Trader. Termos kaffibrúsi er viðfangsefnið að þessu sinni.

 Það var fyrir mörgum árum er termos kaffibrúsar voru frekar nýjir á markaði að einn eldri maður kom í búð og sá termos upp í hillu og spurði búðarmanninn hvað þetta væri. Afgreiðslumaðurinn sagði að þetta væri Termos og hann héldi heitu heitu og köldu köldu.

Þetta fannst karli ansi sniðugt og keypti því einn.

Daginn eftir fór hann í sína vinnu með sinn nýja termos og sýndi þetta öllum. Vinnufélagarnir spurðu hvað þetta væri. Þetta er Termos og hann heldur heitu heitu og köldu köldu.  Og hvað ertu með í þessu? Ég er með kaffi...................... og íspinna 

Svo slengdi skáldagyðjan þessu í hausinn á honum eftir að Pétur hafði lesið frétt á Feyki um móttöku á andlegu sorpi á Hvammstanga.

Hér kemur limra sem mig var að dreyma
en hún er svo léleg og á bara heima
hjá andlegu sorpi
í ónefndu þorpi
sem ég var búinn að gleyma

Pétur Torberg er gamall Króksari og sjóhundur mikill, býr í Noregi og er þar yfirstýrimaður á  flutningaskipinu  Ms Molo Trader. Fyrir þá sem þurfa frekari glöggvunar við, er hann sonur Guðmundar Árnason sem lengi var hafnarvörður á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir