Tengill flytur starfsemi sína í Kjarnann

Kjarninn í nýju ljósi.

kjarninn_upplystur02Nú á mánudaginn aukast enn umsvifin í Kjarnanum því þá verða Tengilsmenn búnir að flytja sitt hafurtask úteftir. Verslun tölvudeildar var reyndar komin á staðinn síðsumars en nú elta aðrir starfsmenn Björn Inga í Kjarnann og á það bæði við um rafverktakana og tölvudeildina og Tengill því kominn undir eitt þak.

Hin feykistóra verkstæðisbygging Kaupfélags Skagfirðinga var tekin í gagnið á árinu og þar eru Bifreiðaverkstæði KS og Vélaverkstæði KS til húsa sem og útibú Intrum í Skagafirði. Starfsmenn Tengils á Sauðárkróki, sem eru 40 talsins, bætast nú við og það ætti því að færast enn meira líf í tuskurnar á Eyrinni.

Þá má geta þess að nú hefur húsið verið lýst upp eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, en á haustdögum og í byrjun vetrar leist mörgum Króksaranum ekki á blikuna þegar húsið stóra var nánast orðið að gríðarlegu svartholi á Eyrinni þegar farið var að kvölda. En nú er Kjarninn í nýju ljósi.

oli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir