Tap gegn ÍR á Hertzvelli

Svekkjandi tap í Breiðholtinu. MYND: ÓAB
Svekkjandi tap í Breiðholtinu. MYND: ÓAB

Laugardaginn 20. júlí klukkan 14:00 mættust ÍR og Tindastóll í 2. deild karla í knattspyrnu. Heimamenn úr Breiðholti sigruðu leikinn 2-0 og eru komnir í sjötta sæti í deildinni en Tindastóll situr enn á botninum með fimm stig.

Heimamenn stjórnuðu leiknum að mestu leyti á meðan Tindastóll beitti skyndisóknum. Á 26. mínútu braut ÍR ísinn þegar Gylfi Steinn Guðmundsson skoraði. Tveimur mínútum síðar skoraði ÍR aftur en í þetta skipti var það Gunnar Óli Björgvinsson. Staðan 2-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var mjög svipaður nokkur færi en ekki voru gerð fleiri mörk í leiknum.

Vandamálið hjá Tindastól er að þeir eru að fá mikið af mörkum á sig og ekki skorað mikið vonandi breytist það því Tindastóll var að fá til sín sóknarmann sem heitir Kyen Nicholas. Kyen er frá Englandi og er aðeins 22 ára gamall. Vonandi fyrir Tindastól er þetta leikmaður sem getur hjálpað liðinu að halda sér uppi. Kyen verður klár í næsta leik.

Næsti leikur Tindastóls er á móti Fjarðabyggð og verður leikurinn spilaður á Sauðárkróksvelli klukkan 16:00.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir