Tap á Húsavík
Stelpurnar okkar í meistaraflokki Tindastóls töpuðu á laugardag fyrir Völsung fá Húsavík. Lið Tindastóls/Neista náði sér ekki á strik í leiknum og lék talsvert undir getu og því fór sem fór og tapaðist leikurinn með tveimur mörkum Völsungsstelpna en okkar stelpur náðu ekki að koma boltanum í netið.
Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og var staðan núll núll í hálfleik. Völsungur komst í 1-0 í upphafi seinni hálfleiks. Eftir markið átti Rabbý besta færi liðsins er hún slapp ein í gegn og skaut boltanum í slánna og niður. Auk þess fékk T/N þrjú góð skallafæri í markteig andstæðingsins, eftir hornspyrnur en inn vildi boltinn ekki. Það var síðan undir lok leiksins að Völsungur bætti við öðru marki. Þar við sat og 2-0 tap staðreynd.
Byrjunarlið: Kristín, Kristveig, Sandra, Sunna, Guðný, Snæja, Elísabet, Rabbý, Þóra, Sigríður og Brynhildur.
Bekkur: Svava, Erla, Laufey, Rakel og Helga.
Skiptingar:
Svava inn á fyrir Brynhildi á 46.mínútu
Erla og Rakel inn á fyrir Elísabetu og Þóru á 66.mínútu
Laufey inn fyrir Sigríði á 73.mínútu
Helga inn fyrir Kristveigu á 79.mínútu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.