Tamningarnar komnar á fullt á Hólum
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
24.09.2009
kl. 08.46
Nemendur reiðkennarabrautar Hólaskóla eru nú í óða önn að aga tamningahrossin sem fylgja þeim í náminu í vetur. Tæplega 50 tryppi eru í frumtamningu og nemendurnir eru 22.
Á vef Hóla eru nokkrar myndir af nemendum í kennslustund og sagt frá því að í þessari viku fá tryppin hnakkinn og knapann í fyrsta skiptið á bakið en þetta er einungis önnur vikan í frumtamningum.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.