Tæp tvö prósent án atvinnu

SvæðisvinnumiðlunAtvinnuleysi á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum er það minnsta sem gerist á landinu en 1,8% atvinnuleysi mældist í september s.l.  Alls eru 87 án atvinnu á NV, 39 karlar og 48 konur.

 Skráð atvinnuleysi í september 2009 var 7,2% eða að meðaltali yfir landið sem gerir 12.145 manns og minnkar atvinnuleysi um 9,3% að meðaltali frá ágúst eða um 1.242 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,3%, eða 2.229 manns.

 Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 12,1% en minnst á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra 1,8%.  Atvinnuleysi minnkaði á höfuðborgarsvæðinu um 11% en minnkar um 4,3% á landsbyggðinni.  Atvinnuleysi minnkar um 6,6% meðal karla en minnkar um 13% meðal kvenna.  Atvinnuleysið er 7,6% meðal karla og 6,7% meðal kvenna.

 Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði minnkar úr 7.457 í lok ágúst í 7.397 í lok september og eru þeir nú tæp 54% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá.  Þeir sem verið hafa atvinnulausir í meira en ár voru 1.024 í lok september en 779 í lok ágúst.

 Atvinnulausum 16-24 ára hefur fækkað og voru 2.435 í lok september en 2.643 í lok ágúst eða um 18% allra atvinnulausra í september.

/Vinnumálastofnun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir