Svolítið þreytt!
feykir.is
Geyspi vikunnar
08.10.2009
kl. 09.54
Stundum dettur þjóðin í frasafyllerí. Það er varla að fólk geti talað saman öðruvísi en það löðrungi hvort annað með þreyttum frasa sem oftar en ekki er hirtur upp úr sjónvarpinu. Sumir endast árum saman og eru alltaf jafn flottir eða skemmtilega þreyttir. Eins og til dæmis - já sæll - sem er enn í stanslausri notkun og - alltaf í boltanum Hemmi minn!? Aðrir frasar geta verið hundleiðinlegir frá upphafi en ná einhverra hluta vegna flugi. Dæmi um svona frasa er einn ættaður frá Geir Haarde og eru allir löngu komnir með uppí kok af honum en hann heldur áfram að dynja á þjóðinni eins og dapurleg minning um gamlan rassskell. Plís - spariði Guð blessi Ísland!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.