Svínaflensan komin á krókinn

Skrifað undir viðbragðsáætlun. Örn Ragnarsson sóttvarnarlæknir, Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, Ríkharður Másson sýslumaður og Vernharð Guðnason almannavörnum.

Svínaflensutilfelli hefur verið staðfest á heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Svínaflensufaraldur ætti samkvæmt upplýsingum frá Landlækni að vera í hámarki þessa dagana en flensan hefur í öllum tilfellum verið fremur væg hér á landi.

Helstu einkenni flensunnar eru hiti, hósti og beinverkir. Er fólki með einkenni ráðlagt að halda sig heimavið í allt upp undir viku eða þar til einkenni eru horfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir