Sviðamessa um helgina

svid1Sviðamessa á vegum Húsfreyjanna í Vestur Hún., verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi á morgun 9. október og laugardaginn 10.október.  Á borðum verða ný, söltuð og reykt svið.

 Einnig verður  á boðstólum sviðlappir, kviðsvið og sviðasulta, ásamt gulrófum og kartöflum og hafa þessir þjóðlegu réttir runnið ljúflega niður hjá matargestum.

Borðhald hefst kl. 20.00 bæði kvöldin og miðaverði stillt í hóf. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála í héraði. Enn er hægt að komast í veisluna en miðapöntunum lýkur í kvöld.

Tekið verður á móti pöntunum hjá Heiðu í síma 451 2696.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir