Svekkjandi tap á Dalvík
Í gærkvöldi fór fram leikur Dalvík/Reynis og Tindastóls í 2. deild karla á Dalvíkurvelli. Þetta var mjög mikilvægur leikur til þess að vinna en svekkjandi 3-2 tap.
Tindastóll var betri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu góð færi en náðu ekki að nýta sér það, þeir fengu einnig vítaspyrnu sem Benjamín misnotaði. Rétt fyrir hálfleik komst Tindastóll yfir með marki frá Aðalgeiri Axelssyni gott mark og staðan í hálfleik 0-1 fyrir Tindastól.
Dalvík/Reynir komu sterkir til baka í þeim síðari og á 57. mínútu fengu þeir vítaspyrnu. Sveinn Margeir tók spyrnuna og skoraði úr henni og staðan orðinn 1-1. Á 72. mínútu komst Dalvík/Reynir í 2-1 þegar Halldór Broddi varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið mark. Sjö mínútum síðar kom þriðja mark Dalvík/Reynis þar var á ferðinni Þröstur Mikael sem skoraði markið. Þremur mínútum síðar eða á 82. mínútu náði Tindastóll að minnka muninn úr vítaspyrnu sem Konráð Freyr tók. Lengra komust Tindastóll ekki og öll þrjú stiginn fóru til Dalvík/Reynis.
Þetta gekk því miður ekki í gær þrátt fyrir að hafa spilað fínan bolta en eins og hefur gerst hjá Tindastól í sumar ná þeir ekki að klára leikinn með sigri.
Tindastóll er enn á botni deildarinnar með sex stig og er tíu stigum frá öruggu sæti.
Næsti leikur hjá Tindastól er á móti KFG og verður leikurinn spilaður á laugardaginn 17.ágúst á Sauðárkróksvelli klukkan 15:00.
/EÍG
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.