Sveitarstjórn Húnabyggðar fundaði í fyrsta sinn

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Húnabyggðar var haldinn í Dalsmynni í gær. Á honum var skipað í nefndir og ráð og helstu embætti. Guðmundur Haukur Jakobsson var kjörinn forseti sveitarstjórnar og Grímur Rúnar Lárusson varaforseti.
Eitt fyrsta verk forseta var að leggja til að nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps yrði Húnabyggð og var tillagan samþykkt samhljóða. Á fundinum var jafnframt ákveðið að auglýsa eftir tillögum um nýtt byggðamerki fyrir sveitarfélagið.

Í nýju byggðaráði Húnabyggðar verða þau Auðunn Steinn Sigurðsson, Ragnhildur Haraldsdóttir og Zophonías Ari Lárusson. Auðunn Steinn verður formaður og Ragnhildur varaformaður. Jón Gíslason og Edda Brynleifsdóttir verða áheyrnarfulltrúar í byggðaráði. Sjá má kosningu fastanefndir hér.

Á fundinum var samþykkt að auglýsa stöðu sveitarstjóra.

Lesa má fundargerð þessa fyrsta fundar Húnabyggðar hér.

/huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir