Sveitarfélaginu afhent gamla bílaverkstæðið
feykir.is
Skagafjörður
03.11.2009
kl. 15.04
Gamla bílaverkstæðið við Freyjugötu var formlega afhent Sveitarfélaginu í gær þegar Gunnar Valgarðsson verkstæðisformaður afhenti Jóni Erni Berndsen skipulags- og byggingafulltrúa lyklana að húsinu.
Húsið í heild hefur þjónað margvíslegri starfsemi í gegnum áratugina en þar var m.a. bílabúðin, rafmagns-, véla- og nú síðast bílaverkstæðið auk fiskeldis Máka í norðasta hlutanum. Hússins bíða þau örlög að verða rifið en á lóðinni er ætlunin að byggja íbúðarhús. Ekki er búið að ákveða hvenær farið verður í rif hússins en ljóst er að ekki verður langt að bíða að sú vinna fari af stað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.