Sveit Sólveigar sigurvegari Þorsteinsmótsins
Árlegt Þorsteinsmót í bridge fór fram um síðustu helgi í Félagsheimilinu á Blönduósi að vanda og voru 14 sveitir mættar til leiks en mótið hófst um kl. 11:00 og var spilað til rúmlega 20:00.
Keppnin var mjög spennandi frá fyrsta spili til þess síðasta en úrslitin réðust í síðustu umferð en innbyrðis viðureign tveggja efstu sveitanna réði úrslitum. Sigurvegarar mótsins urðu meðlimir sveitar Sólveigar A. Róarsdóttur með 128 stig en í öðru sæti varð sveit Gunnars Sveinssonar með jafnmörg stig eða 128. Í því þriðja varð síðan sveit Jóns Berndsen með 122 stig. Í fjórða sæti varð sveit Gunnars Þórðarsonar með 121 stig og í fimmta sæti varð sveit Björns Friðrikssonar með 118.
/Húnahornið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.