Sveinspróf í húsasmíði haldið við FNV

Próftakar, ásamt skólameistara, kennurum, iðnmeisturum sínum og prófdómurum. Mynd: fnv.is

Sveinspróf í húsasmíð var haldið í tréiðnadeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í ellefta sinn dagana 11. – 13. desember s.l. Þrír  nemendur komu utan Norðvestursvæðisins.

 Þeir sem þreyttu prófið voru Ármann Óli Birgisson, Sigfús Arnar Benediktson, Guðlaugur Skúlason, Friðrik Örn Eyjólfsson, Ómar Logi Gunnarsson, Marinó Óli Sigurbjörnsson, Sigfús Heiðarsson og Arnar Már Gunnarsson og stóðu þeir sig allir með miklum ágætum og var meðaleinkunn þeirra fyrir verklega hlutann 7,3

Prófið fólst í smíði á turnþaki. Ármann Óli Birgisson var hæstur með einkunnina 8,9 sem er jafnframt næst hæsta einkunn í sveinsprófi á Norðurlandi. Meistari Ármanns er Ólafur Friðriksson, húsasmíðameistari hjá Friðriki Jónssyni h/f á Sauðárkróki.

Þess má geta að tveir próftakendur komu frá Akureyri og einn frá Reyðarfirði. Allir próftakendurnir, utan einn, sóttu námskeið til undirbúnings prófsins helgina áður og töldu það eiga sinn þátt í velgegni þeirra.

/fnv.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir