Sveinbjörg Rut nýr formaður USVH
Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tók við sem nýr formaður Ungmennsambands Vestur-Húnvetninga (USVH) á héraðsþingi sambandsins í liðinni viku. Hún tekur við af Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur, sem setið hefur í formannsstólnum síðastliðin fjögur ár. Ekki voru gerðar lagabreytingar á þinginu en lögð fram breytingartillaga ásamt nýrri tillögu um nefndarstörf og voru þær báðar samþykktar.
Í frétt á vef UMFÍ segir: „Örlitlar breytingar urðu á stjórn USVH en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir tók við sem meðstjórnandi af Elísu Ýr Sverrisdóttur. Kjör á varamönnum til eins árs var óbreytt á milli ára en Pálmi Geir Ríkharðsson, Valdimar Gunnlaugsson og Reimar Marteinsson sitja áfram sem varamenn.
Á þinginu var Agnars Levýs minnst en hann lést nýverið. Agnar var um árabil í ritnefnd Húna, sem USVH gefur út á hverju vori.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, var gestur þingsins og og ræddi m.a. í ávarpi um að lærdómurinn af COVID felist í samstarfi og samvinnu, tímamótunum sem felast í stofnun átta svæðastöðva sem verið er að setja á laggirnar og minnti á störfin sextán sem hafa verið auglýst á svæðastöðvunum.
Sjá nánar á vef UMFÍ >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.