Svavar valinn í stjörnuleik KKÍ

Svavar í baráttunni fyrr í vetur. Feykir.is óskar Svavari til hamingju með útnefninguna

Svavar Atli Birgisson, leikmaður meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik, hefur verið valinn til að taka þátt í stjörnuleiknum af Sigurði Ingimundarsyni, öðrum þjálfara stjörnuliðanna þetta árið.

Þeir Sigurður Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur og Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkur, stýra stjörnuliðunum að þessu sinni og var hafður sá háttur á að þeir völdu leikmenn til skiptis í lið sín, samtals 12 leikmenn í hvort lið.

Stjörnuleikurinn fer fram í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í Grafarvogi 12. desember n.k.

Svavar var valinn af Sigurði eins og áður segir, í svokallað Iceland Expresslið, en hitt liðið ber heiti Shell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir