Svarti kjúklingurinn

Kristín Jóna Sigurðadóttir kennari við Húnavallaskóla og Valur Kristján Valsson bílstjóri hjá Sorphreinsun VH voru matgæðingar Feykis sumarið 2009. Þau búa á Blönduósi, ásamt dætrunum Þóru Karen og Völu Berglindi. Kristín og Valur ákváðu að sleppa forréttinum en láta þess í stað uppskrift af krækiberjahlaupi sem heppnaðist einstaklega vel á þeirra heimili.

Krækiberjahlaup: 

  • 2 kg krækiber
  • 500ml vatn
  • 1,2 kg sykur
  • Sultuhleypir

Berin skoluð og sett í pott ásamt vatni. Hitað að suðu og látið malla í 20 mín. Þá er öllu hellt í gegn um sigti og safinn pressaður úr berjunum. Safinn settur í hreinan pott og sykri bætt við. Látið malla í 20 mín. Sultuhleypi blandað við 2 teskeiðar sykur og sáldrað í pottinn og látið malla í 2 mín. Sultunni hellt í krukkur.

Aðalréttur:

Barbecue kjúklingur
(gengur undir nafninu svarti kjúklingurinn á okkar heimili)

8 kjúklingalæri

Sósa:

  • 1 dl. barbecue sósa
  • 1 dl.Caip grillsósa (8 hyrnd flaska)
  • 1 dl. soja sósa
  • 1 dl. apríkósusulta
  • 100 gr.púðursykur

Setjið kjúklinginn í eldfast fat. Sósuefnið sett í pott og suðan látin koma upp. Sósunni hellt yfir lærin ( gott að geyma hluta til að bera fram með kjúklingnum). Bakið í ofni við 200 gráður í 60 mín.  Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati.

Eftirréttur:

Dásamlegt dúndur.

  • 150 gr. makkarónukökur
  • 2 Snickers
  • 2 Mars
  • ½ l rjómi
  • 3 kiwi
  • Askja jarðarber
  • Askja bláber

Makkarónukökurnar muldar og settar í skál. Súkkulaðið saxað og stráð yfir. Ávextirnir settir næst og að lokum þeyttur rjómi. Skreyta svo með ávöxtum.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir