Svæðisáætlun úrgangs
Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa undanfarið unnið að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Haldinn var stefnumarkandi fundur með kjörnum fulltrúum, starfsfólki sveitarfélaganna og öðrum áhugasömum þann 25. apríl 2022 og var sú vinna nýtt við gerð svæðisáætlunar.
Vinna við gerð svæðisáætlunar hefur staðið yfir síðan í janúar 2022 og er hluti af vinnu sveitarfélaganna við aðlögun að nýrri löggjöf og um leið uppfærsla á gildandi svæðisáætlun sem gildir frá 2015-2026.
Tillaga að svæðisáætluninni var send út 13. febrúar síðastliðinn og hefur almenningur tækifæri til að gera athugasemdir við hana til föstudagsins 31. mars.
Heimild og sjá nánar: SSNV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.