Sunneva keppti á Actavis International
Sunneva Jónsdóttir sundkona Tindastóls keppti um helgina á Actavis International sundmótinu sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði 11. - 13. júní. Hún keppti í 100m og 200m baksundi fyrir Tindastól.
Sundmeistaramót Evrópska Smáþjóða/Actavis International var nú haldið í annað sinn í Ólympísku lauginni að Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Mót er haldið annað hvert ár á milli Smáþjóðaleikanna.
Um 130 keppendur frá 6 þjóðum kepptu á mótinu. Þar voru keppendur frá San Marino, Andorra, Luxemborg, Færeyjum, Danmörku og Íslandi. Sum lönd komust ekki vegna áhyggjufullra foreldra um eldgos.
Mótið var stórt og alþjóðlegt og má m.a. nefna að forseti Evrópska Sundsambandsins “LEN” Hr. Nory Kruchten frá Luxemborg veitti mótinu sérstaka heiðursheimsókn.
Sunneva keppti í 200m baksundi á Laugardeginum, og náði 8. sætinu á tímanum 3:00.09. Á sunnudeginum keppti hún svo í 100m baksundi og lenti í 12 sæti á tímanum 1:24.62
Íslenska liðið vann keppnina örugglega en hér fyrir neðan má sá heildar FINA stigafjöldi liða.
Landslið Íslands 60,595
Færeyjar 24,343
Andorra 10,626
San Marina 7,707
Luxembourg 2,256
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.