Sumarið kemur á morgun

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið á morgun en veðurspáin sem gerir ráð fyrir norðaustan 8-15 og élum er ekki alveg á sama máli.
Hins vegar á að lægja smám saman og birtia til í dag, hægviðri og léttskýjað í kvöld og á morgun. Hiti nálægt frostmarki, en frost í nótt.

Sem sagt sumar og vetur munu frjósa saman sem veit á gott Eigum við ekki bara að segja að þetta hret viti á gott sumar.

Hvað færð á vegum varðar þá er hálka og um að gera að fara varlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir