Sumardagskrá Selaseturs Íslands 2010
Í ár fagnar Selasetur Íslands 5 ára starfsafmæli sínu með glæsilegri sumardagskrá, þar sem á boðstólnum eru fjölbreyttar listsýningar og námskeið auk Selatalningarinnar miklu sem enginn má láta framhjá sér fara.
Dagskráin er á þessa leið;
Öldur – Waves (6. – 25. júní) – Sýning
Sýning Önnu Gunnarsdóttur textílhönnuðar. Anna notar tækni sem frumbyggjar Ameríku og fleiri þjóðflokkar nota við körfugerð til að vefja sjóinn úr þráðum og líkja eftir þeim krafti sem hann hefur. Anna hefur haldið sýningar víða um heim og var valin bæjarlistamaður Akureyrar árið 2008.
52 húfur á 52 vikum (26. júní – 10. júlí) – Sýning og námskeið
Edda Lilja Guðmundsdóttir textíllistakona hafði það að markmiði að gera eina húfu á viku í eitt ár. Engar tvær húfur máttu vera eins, í þær mátti aðeins nýta garn sem hún átti í byrjun árs og allar voru hannaðar af henni sjálfri.
“Heklaðu uppúr þér” (Laugardaginn 3. júlí frá kl. 09.00 – 12:00 og 13:00 – 16:00)
Þann 3. júlí mun Edda Lilja bjóða upp á námskeið þar sem kenndar eru grunnaðferðir í hekli; fastapinnar, stuðlar, loftlykkjur, dúllur, heklað í hringi o.s.frv. Fyrir hádegi eru kenndar grunnaðferðir í gegnum vettling en eftir hádegi ýmsar aðferðir til skrauts t.d. blóm og dúllur. Verð fyrir ½ dag er krónur 4.000 en 8.000 fyrir heilan dag. Garn er á staðnum en þátttakendur eru beðnir um að koma með heklunálar af stærð ca. 4 ½ og 3.0. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 30. júní á netfangið info@selasetur.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 451 2345. Hámarksfjöldi er 6 en lágmark 4. Fyrstur kemur fyrstur fær!
Grafík og skræður (11. júlí – 4. ágúst) – Sýning og námskeið
Á þessari sýningu tengir Guðlaug Friðriksdóttir myndlistarkona saman í flæði pappír, striga og liti í myndlist og bókagerð.
Psychic art og bókagerð
Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í þessa ólíku, en þó ekki svo ólíku heima og að leyfa sköpunargáfunni að flæða í litum og pappír. Kennd verður japönsk bókagerð og listagyðjunni leyft að leika sér í Psychic art og nemendum gefnar svolítið frjálsar hendur um það hvorn hlutann þeir vilja leggja áherslu á. Kennarar eru Guðlaug Friðriksdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir. Verð er krónur 15.000 og miðast við 10 tíma kennslu. Kennslutímar eru 10. júlí frá 13:00 – 17:00 og 11. & 12. júlí frá 19:30 – 22:00. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 7. júlí á netfangið info@selasetur.is Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 451 2345.
Selatalningin mikla – sunnudaginn 25. júlí
Sjálfboðaliðar telja seli meðfram ströndinni frá Hrútafirði inn að botni Sigríðarstaðavatns. Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í þessum viðburði sem er einstakur á heimsvísu. Veitingar að talningu lokinni. Mæting í Selasetrið kl. 13:30.
7. ágúst – 28. ágúst
Opnun sýningar á verkum Ingibjargar Sigurðardóttur myndlistarkonu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.