Styttist í nýja sundlaug á Hofsósi

Það styttist í að sundlaugin á Hofsósi verði tekin í notkun en raunar var stefnt að því að opna hana síðastliðinn nóvember en það gekk ekki eftir. Samkvæmt upplýsingum Feykis mun verktaki klára efri hæð nú um mánaðamótin og þá er eftir frágangsvinna og áður en hægt er opna þarf að prufukeyra laugina. Vonast er til að hægt verði að stinga sér til sunds í nýrri sundlaug á Hofsósi uppúr miðjum febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir