Styrktarsíða fyrir Matthildi Haraldsdóttur

hendi_sofnun_matthildurSett hefur verið á laggirnar fjársöfnun fyrir Matthildi Haraldsdóttur sem berst nú fyrir lífi sínu í Þýskalandi en foreldrar hennar eru þau Harpa Þorvaldsdóttir og  Haraldur  Ægir Guðmundsson.

Mánudaginn 7. desember síðastliðinn fæddist lítil íslensk stúlka – Matthildur Haraldsdóttir – í Salzburg í Austurríki. Foreldrar hennar eru þau Harpa Þorvaldsdóttir söngnemi við Mozarteum tónlistarháskólann þar í borg og Haraldur Ægir Guðmundsson, tónlistarmaður og málari.

Nokkrum klukkustundum eftir fæðinguna sem gekk vonum framar, kom í ljós að Matthildur litla þjáist af afar flóknum og sjaldgæfum hjartagalla. Ekki er vitað á þessari stundu hvaða áhrif hann mun hafa á líf hennar en ljóst er að unga fjölskyldan mun þurfa að heyja harða baráttu á næstu misserum – en auk Matthildar eiga Harpa og Haraldur aðra yndislega dóttur, Halldóru Björgu, sem er nýorðin 6 ára.

Fimmtudaginn 10. desember var Matthildur flutt með sjúkraflugi til München þar sem hún gekkst undir hjartaaðgerð. Læknar gáfu litla sem enga von um að hún myndi komast í gegnum fyrstu dagana en sú stutta hefur sýnt afar mikla þrautseigju og berst hetjulega fyrir lífi sínu.

Til þess að styðja við bakið á fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum hefur verið opnaður styrktarreikningur hjá Sparisjóðnum á Hvammstanga. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að leggja sitt af mörkum með hvers kyns fjárframlögum. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Með bestu jólakveðjum og von um góð viðbrögð.

Vinir.

Bankaupplýsingar:
Sparisjóðurinn á Hvammstanga 1105-05-403600 - Kt. 160580-5429 

Hægt er að fylgjast með á Fésbókinni en þar hefur verið stofnuð sérstök styrktarsíða. Sjá HÉR.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir