Stúlknakór Norðurlands vestra aftur á ferðina

Stúlknakór Norðurlands vestra.

Stúlknakór Norðurlands vestra tekur til starfa að nýju nú í október. Eins og áður þá er kórinn fyrir stúlkur á aldrinum 10-16 ára. Að auki leitar kórinn að einum dreng til að syngja einsöng með kórnum á jólatónleikum.

Áheyrnarpróf fara fram á eftirtöldum stöðum:
Hvammstangi, tónlistarskólinn þriðjudag 6. október kl. 16:30. Upplýsingar og skráning hjá Elínborgu,  sími 864 2137.
Blönduósi, tónlistarskólinn miðvikudag 7. október kl. 17:30. Upplýsingar og skráning hjá Skarphéðni/Þóhalli, sími 452 4180.
Skagaströnd, tónlistarskólinn miðvikudag 7. október kl. 19:00. Upplýsingar og skráning hjá Hugrúnu, sími 868 4925.
Sauðárkróki, Húsi frítímans fimmtudaginn 8. október kl. 16:00. Upplýsingar og skráning hjá Alexöndru, sími 894 5254.
Hofsósi, grunnskólanum föstudaginn 9. október kl. 15:00. Upplýsingar og skráning hjá Alexöndru, sími 894 5254.

Í áheynarprófi syngja þátttakendur eitt lag að eigin vali. Stúlkur sem voru í kórnum síðasta vetur þurfa að staðfesta þátttöku.

Fyrirhugað er að halda jóla- og páskatónleika á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.dreamvoices.is og hjá Alexöndru í síma 894 5254.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir