Stúkan rýkur upp í Hvammstangahöllinni

Nokkrir hressir sjálfboðaliðar. Mynd Þytur.is

Mikið er um að vera í reiðhöllinni á Hvammstanga þessa dagana en þar er verið að smíða og setja upp áhorfendastúku og má segja að hún rjúki upp.

 -Frábært hvernig gengur með stúkurnar, þegar mest var voru amk 15 manns að störfum í einu. Við ætlum að taka lokatörnina núna fyrir jól og vinna annaðkvöld, föstudagskvöld og um helgina, segir á heimasíðu Þyts. Vinnan er framkvæmd í sjálfboðavinnu og ef heldur fram sem horfir verður stúkan komin upp fyrr en varir.

 palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir