Stór afmæli fyrir Skagfirðinga

Úr húsi frítímans

Vikuna 12. - 16. október n.k. á að halda með veglegum hætti upp á afmæli allra þeirra Skagfirðinga sem verða eða urðu 60 ára á árinu.
Í orðsendingu frá Húsi frítímans segir að þar á bæ sé áhugi fyrir því að biðja  60 ára afmælisbörn ársins um aðstoð við að halda flotta afmælisviku í Húsi Frítímans.

-Þessa viku í október  langar okkur sérstaklega til að halda alls konar skemmtun og fjör fyrir/og með afmælisbörnunum. Þess vegna erum við að biðja um hugmyndir að skemmtiefni sem þeir sextugu geta hugsað sér að koma með  þessa daga. Til dæmis að lesa ljóð eða sögur, spila á hljóðfæri, kenna fluguhnýtingar o.s.frv.
Síðan á föstudagskvöldið 16. október ætlum við að halda dansleik með harmónikuleik,  til að enda þessa góðu viku, segir Ivano Tasin, í Húsi Frítímans.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við  Helgu Sigurbjörnsdóttur í síma 6604688 eða senda tölvupóst til husfritimans@skagafjordur.is:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir