Stólastelpur mæta Njarðvíkingum í Síkinu á morgun, laugardaginn 19.okt, kl. 16:00

Tess í æfingaleik gegn Skallagrím. Mynd: Hjalti Árna
Tess í æfingaleik gegn Skallagrím. Mynd: Hjalti Árna

Það verður hart barist í Síkinu á morgun, laugardaginn 19. október, þegar Stólastelpur mæta Njarðvíkingum í sínum þriðja leik í 1. deildinni. Stólastelpur eru búnar að vinna einn leik og tapa einum en stelpurnar í Njarðvík eru búnar að vinna báða sína leiki og er þeim spáð 1. sæti í deildinni í vetur. Það er því um að gera að fara í Síkið á morgun og hvetja stelpurnar áfram til sigurs. Áfram Tindastóll.

Staðan í 1. deildinni er eftirfarandi...

1. Njarðvík (2/0) - 4 stig

2. ÍR (1/1) - 2 stig

3. Keflavík b  (1/1) - 2 stig

4. Grindavík b  (1/0) - 2 stig

5. Tindastóll  (1/1) - 2 stig

6. Fjölnir  (0/1) - 0 stig

7. Hamar  (0/2) - 0 stig

 

Til gaman má geta að Tess er stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 64 stig eftir tvo leiki og með 100% nýtingu í vítum, frábær leikmaður sem spilar risa hlutverk í liði Tindastóls.  

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir