Stólarnir fengu skell í Mosfellsbænum

Neil Slooves gerði mark Tindastóls í Mosfellsbænum.  MYND: ÓAB
Neil Slooves gerði mark Tindastóls í Mosfellsbænum. MYND: ÓAB

Tindastólsmenn kíktu í Mosfellsbæinn á laugardaginn og léku við lið Aftureldingar í 2. deildinni. Heimamenn voru yfir í hálfleik en Stólarnir jöfnuðu snemma í síðari hálfleik en fengu síðan á sig holskeflu af mörkum síðasta hálftímann og töpuðu 5-1.

Það var Magnús Már Einarsson sem gerði fyrsta mark leiksins rétt áður en flautað var til leikhlés og Afturelding því 1-0 yfir í hléi. Varnarjaxlinn Neil Slooves jafnaði metin á 54. mínútu  en Ágúst Leó Björnsson kom heimamönnum aftur í forystu á 66. mínútu. Magnús Már bætti við öðru marki sínu á 76. mínútu og Halldór Jón Sigurður Þórðarson gerði fjórða mark Aftureldingar á 80. mínútu. Ágúst Leó bætti síðan fimmta markinu við í uppbótartíma.

Slæmur skellur hjá Stólunum en auk þess að fara stigalausir heim þá fengu fimm leikmenn liðsiins að líta gula spjaldið í leiknum. Næstkomandi laugardag kemur topplið deildarinnar, Grenvíkingarnir í Magna, í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 14:00. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir