Stólarnir enn án sigurs í Iceland Express deildinni

Á heimasíðu Tindastóls er sagt frá því að Stólarnir áttu ekki sinn besta leik í gær þegar þeir heimsóttu Hamar í Hveragerði í Iceland Express deildinni. Það hefur svosem aldrei verið á vís 2 stigin að róa í Hveragerði og eftir jafnan leik í fyrri hélfleik seig á ógæfuhliðina hjá Stólunum í þeim síðari. Að endingu var tólf stiga tap staðreynd, 80 - 68.

Hittni leikmanna Tindastóls var slök og sérstaklega var vítanýtingin ekki til eftirbreytni, aðeins 45%. Það jákvæða í leiknum voru fráköstin, en með tilkomu Bin Daanish er liðið að frákasta betur. Hinsvegar náði hann sér ekki á strik sóknarlegar og var aðeins með 6 stig.

Stigahæstir Tindastóls voru Svavar með 17 og Rikki 15. Helgi Rafn tók 12 fráköst og Daanish 11.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir