feykir.is
Skagafjörður
24.06.2010
kl. 07.56
 |
Síðastliðið mánudagskvöld hittust foreldrar langveikra barna og barna með með ADHD/ADD í Skagafirði og fengu kynningu á ”Fléttunni” sem er samstarfsverkefni Fjölskylduþjónustu sveitarfélagsins.
Á fundinn mættu 21 foreldri (foreldrar 18 barna) sem eftir kynninguna deildu með sér reynslusögum og svöruðum spurningum hvers annars. Fljótt myndaðist samstaða meðal fólks sem varð til þess að foreldrar ákváðu að hér með væri þeirra sjálfshjálparhópur stofnaður. Næsti fundur hópsins er áætlaður eftir mánuð. Aðrir foreldrar eru velkomnir í hópinn og geta þeir snúið sér til Hönnu Dóru, verkefnisstjóra Fléttunnar, í síma 455 6000, en hún boðar til næsta fundar. |
Fleiri fréttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.