Stofnfundur Tengslanets kvenna á miðvikudaginn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.10.2009
kl. 08.55
Stofnfundur Tengslanets kvenna á Norðurlandi vestra verður haldinn á Hótel Blönduósi miðvikudaginn 14. október n.k. kl. 20:00.
Í drögum að samþykktum félagsins segir svo um markmið félagsins: Efla samstöðu og samstarf kvenna. Efla félagskonur í stjórnunar, - rekstrar- og félagsstörfum eða öðru, sem styrkt getur persónulega og faglega færni þeirra.
Dagskrá fundarins:
* Nafn á félagið
* Samþykktir
* Stjórnarkjör
* Félagsgjöld
* Önnur mál
Allar konur eru velkomnar og hvattar til að mæta og kynna sér félagið. Kaffi og meðlæti verður í boði á kr. 1.000,-. pr. konu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.