Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 15.-17. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og hefst dagskráin á föstudagskvöldið með handverksmarkaði og súpukvöldi í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Viðburðurinn verður með breyttu sniði þetta árið og verður eingöngu smalað hrossum. Allir geta tekið þátt í reiðinni, notast við sína eigin hesta eða leigt af heimamönnum en einnig er vakin athygli á því að hægt er að mæta til Skrapatunguréttar og fylgjast með gangnamönnum reka stóðið til réttar og taka þátt í dagskránni þar sem hefst klukkan 16:00 á laugardaginn. Þar verða hross boðin upp og heimamenn munu berjast um Skrapatunguréttarbikarinn.

Fjallkóngur verður Skarphéðinn Einarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga, og sér hann um leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni sem hefst laugardaginn 16. september klukkan 9:30 þegar lagt verður af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal og frá Gautsdal.
Um kvöldið verður ball með Greifunum í Félagsheimilinu á Blönduósi. Það hefst klukkan 23:00 og er aldurstakmark 18 ár.

Á sunnudagsmorgun hefjast svo stóðréttirnar í Skrapatungurétt klukkan 11:00.

Dagskrána og nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu viðburðarins https://www.facebook.com/skrapatungurett/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir