Stóðréttir um helgina
Stóðréttir verða haldnar á fjórum stöðum um helgina og mikið um að vera í kring um þær. Mest er þó gert út á Skrapatungurétt en þar er skipulögð dagskrá báða dagana.
Í Skagafirði verður réttað laugardag 19. sept. í Skarðarétt kl. 12-13 og í Staðarrétt, um kl. 16
Á sunnudeginum rétta Húnvetningar en Skrapatungurétt hefst upp úr kl. 11 og Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð um kl. 13.
Fólk getur tekið virkan þátt í smölun í Skrapatungurétt en skipulögð hópferð hestamanna, Ævintýrið Skrapatungurétt 2009, fer niður Laxárdalinn og myndast ævinlega góð stemning í hópnum. Einnig er hægt að keyra upp dalinn að Kirkjuskarðsrétt þar sem hestamenn hvíla hross um stund og fylgjast með eða taka þátt í söng og gleði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.