Stelpurnar svekktar að tapa á móti Keflavík

Í gær áttust við á Sauðárkróksvelli í 1. deild kvenna Tindastóll/Neisti  og Keflavík. Sunnanstelpur mörðu sigur á baráttuglöðu liði T/N.

Keflavíkurliðið kom norður með það markmið að rúlla yfir óreynt lið T/N og höfðu í farteskinu minningar frá fyrri leik þeirra þar sem þær lögðu Draupni 14-1. T/N var ekki á því að leyfa þeim að einoka völlinn og veitti þeim harða mótspyrnu sem fór í skapið á þeim sunnlensku. Eftir 20 mínútna leik náðu þó Keflvíkingar að koma boltanum í netið og þar með komnar með yfirhöndina. T/N neituðu að gefast upp og eftir mikið þref við vítateig Keflvíkinga náði Sigríður Heiða að senda boltann að markinu sem sýndist ætla framhjá en í netinu endaði hann og þar með orðið jafnt og þannig stóð í hálfleik.

Í seinni hálfleikinn mættu Keflavíkurstúlkur ákveðnari en fyrr og hafa sennilega fengið að heyra það hjá þjálfaranum í hléinu. Gerðu þær harða hríð að marki T/N sem varðist þó af kappi en þegar 10 mín. voru liðnar af seinni hálfleik náðu Keflavík að koma boltanum öðru sinni í markið og þar með náð forystunni aftur. Óverjandi skot sem Kristín, sem stóð sig annars vel í leiknum, náði ekki að verja. Lokatölur 2-1 fyrir Keflavík.

Pálmi Þór Valgeirsson stýrði liðinu að þessu sinni þar sem aðalþjálfarar liðsins voru að hala inn stig fyrir karlalið Tindastóls sunnan heiða og stóð hann sig mjög vel. Hann var ánægður með leik liðsins og hugarfar þar sem þær voru ekki hræddar að mæta liði sem hafði unnið næsta leik á undan 14-1. –Þær trúðu því að þær gætu unnið Keflavíkurliðið enda voru þær mjög sterkar í leiknum. Þær sýndu smá einbeitningarleysi þegar fyrsta markið kom en það var gaman að sjá eftir leikinn hvað þær voru svekktar að tapa leiknum á móti þessu sterka liði. Tindastóll/Neisti er gott lið og þær eiga framtíðina fyrir sér, segir Pálmi Þór.

  •  Byrjunarlið T/N
  • 1  Kristín Halla Eiríksdóttir  (M)  
  • 2  Sunna Björk Atladóttir    
  • 3  Elísabet Haraldsdóttir    
  • 4  Snæbjört Pálsdóttir       
  • 6  Guðný Þóra Guðnadóttir    
  • 9  Hrafnhildur Guðnadóttir  (F)  
  • 13  Laufey Rún Harðardóttir    
  • 14  Sigríður Heiða Bjarkadóttir    
  • 16  Fríða Rún Jónsdóttir    
  • 17  Kristveig Anna Jónsdóttir    
  • 18  Brynhildur Ósk Ólafsdóttir    
  •  
  •   Varamenn
  • 5  Karen Inga Viggósdóttir    
  • 7  Gyða Valdís Traustadóttir    
  • 8  Erla Björt Björnsdóttir        
  • 10  Bryndís Rún Baldursdóttir    
  • 15  Rakel Svala Gísladóttir    
  •  
  •   Liðsstjórn
  •   Helena Magnúsdóttir      
  •  
  •   Mark Tindastóls/Neista
  • 14  Sigríður Heiða Bjarkadóttir  Mark  33. mín.
  •  
  • Mörk Keflavíkur
  • 7 Guðný Petrína Þórðardóttir  Mark  21.  mín.
  •  16  Agnes Helgadóttir  Mark  55.  mín.
  •  
  •   Skiptingar
  • 15  Rakel Svala Gísladóttir  Inn  51  
  • 13  Laufey Rún Harðardóttir  Út  51 
  • 8  Erla Björt Björnsdóttir  Inn  75   
  • 7  Gyða Valdís Traustadóttir  Inn  75   
  • 14  Sigríður Heiða Bjarkadóttir  Út  75   
  • 17  Kristveig Anna Jónsdóttir  Út  75   
  • 10  Bryndís Rún Baldursdóttir  Inn  80   
  • 6  Guðný Þóra Guðnadóttir  Út  80   
  • 5  Karen Inga Viggósdóttir  Inn  88   
  • 16  Fríða Rún Jónsdóttir  Út  88   

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir